
Tími þagnarinnar er löngu liðinn
- Ólöf Tara
Um sjóðinn
Minningarsjóður Ólafar Töru Harðardóttur er stofnaður til minningar um Ólöfu Töru sem lést úr sjálfsvígi 30. janúar 2025.​
Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í verkefnum sem styðja við fórnarlömb kyndbundis ofbeldis, styðja fræðslu og vitundarvakningu, styrkja rannsóknir og gagnasöfnun, taka þátt í verkefnum með jaðarsettum hópum.
Allt fjármagn sem safnast í sjóðinn fer í ofangreind verkefni.
Forsvarsmenn sjóðsins gefa alla sína vinnu.
Ég er bara venjuleg kona að reyna lifa af í heimi þar sem lífi mínu er ógnað fyrir það eitt að vera kona.
- Ólöf Tara

Ólöf Tara
Ólöf Tara fæddist í Reykjavík 9.mars 1990.
​​Ólöf Tara var heilbrigt og brosmilt barn. Hún var fljót til alls, farin að ganga tæplega ársgömul og orðin altalandi innan við tveggja ára. Hún var alla tíð fljót að læra og muna texta þó svo þeir væru langir. Hún hafði mjög gott sjónminni og var eldklár. Hún var alltaf mjög réttsýn og þoldi aldrei neitt óréttlæti gagnvart þeim sem minna máttu sín. Ólöf Tara stundaði fimleika til margra ára, kenndi hóptíma í World Class og þjálfaði. Hún fékk sjaldgæfa bakteríu árið 2017 sem reyndist henni erfið og var hún í lyfjameðferðum í 2 ár. Þau veikindi ásamt því að vera í ofbeldissambandi varð til þess að hún fór að einbeita sér að þjálfun fyrir konur, sérsniðna til að valdefla þær. Á þeim stutta tíma sem Ólöf Tara starfaði í aktivismanum kom hún mörgum þörfum breytingum á stað, vakti athygli á málstaðnum og lét í sér heyra á þann hátt sem ekki hefur áður heyrst.
Í augnsýn er nú frelsi og fyrr það mátti vera,
ný fylkja konur liði og frelsismerki bera.
​
Áfram stelpur / Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson

Verkefni sjóðsins
Verkefni sjóðsins eru fjölbreytt og miða að því að vinna að vinna að verkefnum sem geta stutt við þá sem standa í framlínunni, forvarnir og fræðsluverkefni er styðja við fórnarlömb kynbundins ofbeldi, ásamt fræðslu og vitundarvakningarverkefni sem geta stutt við jaðarsetta hópa.​​
En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil.
Áfram stelpur / Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson

Sækja um styrk
Styrkir eru veittir til að styðja við verkefni og málefni sem geta stutt við þá sem standa í framlínunni, forvarnir og fræðsluverkefni er styðja við fórnarlömb kynbundins ofbeldi. Einnig fræðslu og vitundarvakningarverkefni sem geta stutt við jaðarsetta hópa.
Einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrk.
​
Hægt er að sækja um styrk með því að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan. Einnig er hægt að senda tölvupóst á oloftaraminning@gmail.com
​
Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað 9.mars ár hvert.
Samstaða alla daga, allaf.
Höfnum hatri og fordómum sama hvaða vika það er.
- Ólöf Tara
.png)